Ferill 1033. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1499  —  1033. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Frá Maríu Rut Kristinsdóttur.


     1.      Hafa orkukostir á Vestfjörðum verið kortlagðir af hálfu ráðuneytisins? Ef svo er, hvaða kostir koma til greina?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeim bráðavanda að hátt í 30% vestfirskra heimila munu reiða sig á olíu til húshitunar á þessu ári vegna skorts á grænni orku?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum í náinni framtíð?


Skriflegt svar óskast.